Hafnarfjarðarmyndir – myndir frá Hafnarfirði

Þetta er síða með myndum frá Hafnarfirði, myndum annars staðar frá og myndum annara.

Eitt sinn setti ég mér það markmið að mynda öll hús í Hafnarfirði og koma myndunum aðgengilega fyrir á veraldarvefnum. Sú fyrirætlan hefur reyndar enn ekki orðið að veruleika en þetta var kveikjan að gerð þessarar síðu.

Um áramótin 2012 – 2013 hófst ég handa við að koma síðunni á laggirnar með hjálp mér tölvufróðari manna.  Vonandi munu einhverjir geta notið myndanna og um leið rifjað upp gamla tíma og kannski minningar frá æskuslóðum.

Flestar myndanna á síðunni hef ég tekið sjálfur og er stór hluti þeirra frá Hafnarfirði en einnig eru myndir sem aðrir hafa tekið frá ýmsum tímum og af mismunandi gæðum eins og gengur.

Í möppunni “Aðrar myndir frá mér” eru myndir mínar sem ekki eru staðsettar sérstaklega eða frá tilteknum stað í Hafnarfirði og í “Eitt og annað” eru nokkrar uppáhalds myndirnar mínar geymdar.  Sumar síður eru læstar, aðallega geyma þær síður myndir úr fjölskyldualbúmi mínu eða móður minnar.

Hægt er að tjá sig um myndirnar í reit neðan þeirra.  Allur fróðleikur um myndefni er vel þeginn.

Drekkutími í gömlum bræðslupotti á lóð Engjabergs ca. árið 1958.

Rósa Sigursteinsdóttir, Jón Már Björgvinsson, Matthías Sigursteinsson og Guðmundur Björgvinsson

Ljósm. Rakel Guðmundsdóttir

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *