Undir “Húsagötur” eru myndir frá þeim götum sem ég hef rölt eftir með myndavélina á lofti. Hef ég reynt að mynda húsin svo að heilleg mynd fáist af þeim, götumynd eða umhverfi þeirra. Stundum hef ég myndað hluti eða kennileiti sem gætu verið sumum minnisstæð þótt ómerkileg virðast við fyrstu sýn. Það er ótrúlegt hvað sakleysilegur hlutur eins og girðingarstólpi, garðhlið eða ljósastaur geta lifað í minningum. Stígurinn hér að neðan er hvorki merkilegur né fallegur en hann vekur eflaust upp einhverjar minningar hjá þeim fjölmörgu sem gengu hann á hverjum degi á leið úr og í Lækjarskóla.
Stígur milli Hverfisgötu 50 og 52, liggur að Lækjarskóla.