Hverfisgata 52 var byggð 1926.
Til hægri er stígurinn niður að Gerði og Lækjarskóla. Í þessu húsi bjó Skarphéðinn Eiðsson og fjölskylda þegar ég var krakki og löngu áður Friðrik Bjarnason tónskáld sem samdi “Þú hýri Hafnarfjörður” m.a.
Í bókinni ” Tvö högg á tútommuna góði ” eftir Hrafnkel Ásgeirsson stendur að Ásgeir Stefánsson hafi teiknað hús Friðriks Bjarnasonar við Hverfisgötu árið 1926.