Hverfisgata 45. Þetta hús var byggt 1933. Það hefur tekið nokkrum breytingum frá því Haraldur Sigurjónsson rak þarna matvöruverslun, Hallabúð. Verslunin var á jarðhæðinni og var gengið inn um dyr sem trúlega voru milli glugganna. Þau hjónin bjuggu uppi og afgreiddu bæði í versluninni. Þetta var góð og vinsæl verslun.
Spennistöðin fremst á myndinni er númer 43 við Hverfisgötu og var byggð árið 1942.