Austurgata 47

Austurgata 47

Austurgata 47 / Matarbúðin
Byggt 1917.
Mynd tekin 23. maí 2004.
Hér er hús með sögu.
7. des. 1929 auglýsir Þorlákur Benediktsson frá Akurhúsum í Brúnni nýlenduvöruverslun sína sem hann var þá að opna að Austurgötu 47. Hann selur síðan verslunina til Jóns Gests Vigfússonar í júlí 1931. A.m.k. haustið það sama ár er einnig umboð Brunabótatrygginga í þessu húsi hjá, Kristjáni Davíðssyni. Í júní 1938 auglýsir Stebbabúð verslun sína að Austurgötu 47 en einnig að Linnetsstíg 2 og Vesturbraut 12. 30. sept. 1944 er auglýst opnun Glóa, raftækjaverslunar. Þar voru á ferð Jón Sveinsson lögg. rafvirkjameistari, Guðmundur Sveinsson og Þorvaldur Sigurðsson. Tóku einnig að sér nýlagnir og viðerðir á húsum og skipum. Glói er þarna ennþá amk. í okt. 1945. Í jan. 1956 auglýsir Verkamannafélagið Hlíf skrifstofu sína að Austurgötu 47 en félagið flytur skömmu síðar í hús Bæjarútgerðarinnar. Matarbúðin h/f opnar svo þarna “nýja kjötbúð” þann 4. maí 1956. Rekstur Matarbúðarinnar stóð, með eigendaskiptum, að því er virðist fram til 1973, Bjarni Blomsterberg, Elís Árnason og kannski fl.. Þetta er sem sagt hús með mikla rekstrarsögu og enn er þarna rekin verslun.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *