Hér rak Þorkell Jóhannesson, “Oggi” prentverk sitt og Bókaútgáfuna Snæfell. Bróðir Ogga, Oliver Steinn rak aftur á móti bókaútgáfuna Skuggsjá. Hér var oft hægt að fá “renninga” og risspappír. Hamagangurinn í gömlu prentvélunum og prentlyktin voru alltaf eitthvað svo heillandi.
Oggi bjó um stund í kjallaranum á númer 29 en byggði svo húsið sem sér í til vinstri á bak við trén.
Prentsmiðjuhúsið var byggt 1958.
Mynd tekin 28. júní 2004.